Flügger & umhverfið

Flügger er á löngu ferðalagi í átt að því að verða umhverfisvænn og orkusparandi framleiðandi málningarvarnings.

Ferðin hófst á áttunda áratugnum, þegar Flügger byggði nýja verksmiðju í Kolding sem var eingöngu hönnuð til að framleiða umhverfisvænar, vatnsþynntar málningartegundir.

Hluti leiðarinnar var að skipta út litarefnum sem innihéldu þungmálma fyrir ný efni, sem samt urðu að vera litheld og veðurþolin. Árið 2005 fékk framleiðslan í Danmörku og Svíþjóð vottun, ISO 14001. Sex árum síðar fékk veggfóðursframleiðslan í Póllandi vottunina, og að lokum málningarframleiðslan í Kína árið 2012.

Hin síðari ár hefur sjónum verið beint að sæfiefnum, sem í sumum tilvikum geta valdið ofnæmi. Flügger er framarlega í þróuninni og flest inniefni Flügger hafa hlotið Ecolabel merkingu, sem er sýnilegt tákn fyrir neytendur, um hvað hætta gæti fylgt notkun efnisins.

Flügger leggur áherslu á að merkja og upplýsa um framleiðsluna, svo að viðskiptavinir okkar geti verið vissir um innihaldsefnin - og ef nauðsynlegt er eru veittar meiri upplýsingar en lög krefja. Auk þess hefur Flügger hert eigin kröfur um magn MI í framleiðsluvörum sínum.